Vörumynd

Stúlkurnar

Stúlkurnar var heitasta handritið á bókamessunni í Frankfurt árið 2014 og stökk Bjartur þá þegar á vagninn, enda fátítt að slíkar sögur spretti fram.

Stúlkurnar gerist í Norður-Kar...

Stúlkurnar var heitasta handritið á bókamessunni í Frankfurt árið 2014 og stökk Bjartur þá þegar á vagninn, enda fátítt að slíkar sögur spretti fram.

Stúlkurnar gerist í Norður-Karólínu við róstusöm endalok sjöunda áratugarins. Einmana og íhugul unglingsstúlka, Evie Boyd, kynnist stúlkum sem heilla hana með frelsi sínu, kæruleysislegum klæðaburði, villtri og óheftri framkomu. Hún verður yfir sig hrifin af hinni heillandi Suzanne og dregst inn í söfnuð sem  er stjórnað af manni með gríðarlegt aðdráttarafl. Þau búa saman á niðurníddum búgarði, sem í augum Evie er framandi og ómótstæðilegur. Þráhyggja hennar gagnvart Suzanne magnast dag frá degi og Evie er reiðubúin að gera hvað sem til að vera ein af hópnum. Smám saman færist óhugsandi ofbeldið nær.

Stórkostleg frumraun Emmu Cline er frábærlega skrifuð og fangar athygli lesandans. Lýsingarnar eru hnífskarpar og bera vott um djúpt innsæi. Ingunn Snædal þýddi.

Verslanir

 • Bjartur og Veröld
  Til á lager
  990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  2.499 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt