Vörumynd

Hrafnsauga Þriggja heima saga 1

Heima

Nær þúsund ár eru liðin frá því myrkraöldin leið
undir lok, þegar vitringarnir sjö komu saman og
sigruðu skuggana. Hin myrka tíð hefur að mestu
gleymst. En ...

Nær þúsund ár eru liðin frá því myrkraöldin leið
undir lok, þegar vitringarnir sjö komu saman og
sigruðu skuggana. Hin myrka tíð hefur að mestu
gleymst. En þótt minni manna sé brigðult gleyma
hin fornu öfl engu.

Innvígsluhátíðin nálgast,
dagurinn þegar þulnameistarinn tilkynnir
Ragnari, Breka, Sirju og jafnöldrum þeirra í
þorpinu hvaða hlutverkum og skyldum þeim er
ætlað að gegna. Krakkarnir ættu að njóta
seinustu áhyggjulausu daganna í sumarsólinni en
framtíðin ber annað í skauti sér. Án þess að
friðsælir þorpsbúarnir viti af því hefur
óstöðvandi atburðarás verið hrundið af stað. Hin
fornu öfl sem eitt sinn steyptu heiminum í
aldalanga nótt hafa vaknað og manngálkn þeirra
eru aftur farin á stjá.

Hrafnsauga er fyrsta
bókin í Þriggja heima sögu, æsispennandi
sagnaflokki. Þetta er fyrsta skáldsaga Kjartans
Yngva Björnssonar og Snæbjörns Brynjarssonar, og
bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku
barnabókaverðlaunin 2012.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt