Vörumynd

Frankenstein - kilja

Sagan sígilda um námsmanninn unga, Viktor
Frankenstein, og sköpunarverk hans er komin út í
kilju á vegum Klassíska kiljuklúbbsins í þýðingu
Böðvars Guðmunds...

Sagan sígilda um námsmanninn unga, Viktor
Frankenstein, og sköpunarverk hans er komin út í
kilju á vegum Klassíska kiljuklúbbsins í þýðingu
Böðvars Guðmundssonar. Ungur menntamaður lætur
vísindaástríðuna ná tökum á sér, gengur á hólm
við sjálf náttúrulögmálin og skapar líf Í býr
til skrímsli í mannsmynd. Hann hryllir þó fljótt
við gjörðum sínum og afneitar sköpunarverkinu.
Hann áttar sig á því að hann hefur leyst úr
læðingi öfl sem hann ræður ekki við og sett af
stað atburðarás sem á eftir að hafa skelfileg
áhrif á líf hans. Hann reynir þá af öllum mætti
að tortíma skrímslinu sem hann skapaði Í
skrímsli sem hefur eytt öllu sem hjarta hans er
kærast. Mary Wollstonecraft Shelley var aðeins
átján ára rigningarsumarið 1816 þegar hún dvaldi
á bökkum Genfarvatns ásamt Percy Bysshe Shelley
og Byron lávarði, tveimur af helstu skáldum þess
tíma. Það var þar sem hún fékk martröðina sem
varð kveikjan að sögunni um Frankenstein.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.590 kr.
  Skoða
 • Penninn
  Til á lager
  2.599 kr.
  2.339 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt