Vörumynd

Manfreð Vilhjálmsson arkitekt

Manfreð Vilhjálmsson er sá núlifandi íslenskur
arkitekt sem hvað mestrar virðingar nýtur fyrir
verk sín. Í rúma hálfa öld hefur hann starfað að
mótun umhver...

Manfreð Vilhjálmsson er sá núlifandi íslenskur
arkitekt sem hvað mestrar virðingar nýtur fyrir
verk sín. Í rúma hálfa öld hefur hann starfað að
mótun umhverfis og bygginga hér á landi og hefur
alla tíð sett markið hátt í listrænu tilliti. Í
þessari bók gefur í fyrsta sinn að líta vandað
yfirlit yfir verk hans. Vandaðar ljósmyndir
Guðmundar Ingólfssonar af byggingum Manfreðs
gefa útgáfunni sérstakt gildi. Pétur H.
Ármannsson arkitekt ritstýrir bókinni en auk
hans rita listfræðingarnir Aðalsteinn Ingólfsson
og Halldóra Arnardóttir greinar. Inngangsorð eru
eftir Vigdísi Finnbogadóttur fv. Forseta Íslands
og eftirmála ritar Styrmir Gunnarsson fv.
ritstjóri. Textar eru á íslensku og ensku.

Bók þessi er sú fyrsta sinnar tegundar þar
sem ýtarlega er fjallað um verk og listsköpun
merkra íslenskra arkitekta í máli, myndum og
teikningum.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt