Vörumynd

Hulduþjóðir Evrópu

Evrópa er samfélag fjölda þjóða sem margar
hverjar búa í sambýli við stærri og voldugri
þjóðir. Sumar af þessum þjóðum þekkja flestir,
t.d. Sama. Færri vita...

Evrópa er samfélag fjölda þjóða sem margar
hverjar búa í sambýli við stærri og voldugri
þjóðir. Sumar af þessum þjóðum þekkja flestir,
t.d. Sama. Færri vita um tilvist margra þeirra,
eins og t.d. Rútena, Husula og Bojka. Í gegnum
aldirnar hafa landamæri færst til á meðan þessar
þjóðir hafa lifað áfram, oft í skugga
fjandsamlegra yfirvalda eins og óhreinu börnin
hennar Evu. Hér er lesendum boðið í heillandi
ferðalag um Evrópu þar sem hátt í fjörutíu
hulduþjóðir eru heimsóttar og fjallað á
aðgengilegan og lifandi hátt um sögu þeirra, sem
oft og tíðum er allt að því reyfarakennd, og
menningu sem stundum er gjörólík því sem ríkir í
viðkomandi löndum. Yfir og
allt um kring er svo
átakamikil saga Evrópu. Þorleifur Friðriksson er
doktor í sagnfræði og eftir hann liggja ýmis
rit, m.a. saga Verkmannafélagsins Dagsbrúnar.
Þorleifur hefur í áraraðir ferðast um slóðir
hulduþjóða í Evrópu og kynnst menningu þeirra og
sögu.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt