Vörumynd

Útlendingurinn

Út er komin í nýrri þýðingu Ásdísar R.
Magnúsdóttur skáldsagan Útlendingurinn eftir
Albert Camus. Þetta fræga skáldverk kom fyrst
út í Frakklandi árið 1942...

Út er komin í nýrri þýðingu Ásdísar R.
Magnúsdóttur skáldsagan Útlendingurinn eftir
Albert Camus. Þetta fræga skáldverk kom fyrst
út í Frakklandi árið 1942. Þar segir frá
skrifstofumanninum Meursault sem fær sér kaffi
og sígarettu við kistu látinnar móður sinnar
vegna þess að honum þykir kaffi gott og langar
að reykja. Við jarðarförina er hann þjakaður af
hita og brennandi sól en finnur ekki til sorgar.
Þegar hann verður svo manni að bana í óbærilegu
sólskini er hann dæmdur fyrir að hafa jarðað
móður sína með hjarta glæpamanns. Útlendingurinn
er ein af perlum heimsbókmenntanna og kemur nú
öðru sinni fyrir almenningssjónir hér á landi í
nýrri þýðingu Ásdísar. Hún ritar einnig
eftirmála um ævi höfundarins og verk hans. Í
bókarlok er viðauki með hugleiðingum og æfingum
fyrir nemendur. Bókin er fimmta verkið í
tvímála útgáfu á vegum Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt