Vörumynd

Museum of hidden beings

Hér er á ferðinni ensk útgáfa Duldýrasafnsins
þar sem við skyggnumst inn í veröld sem fæstir
hafa augum litið. Þar tekur á móti okkur
furðulegur félagsskapu...

Hér er á ferðinni ensk útgáfa Duldýrasafnsins
þar sem við skyggnumst inn í veröld sem fæstir
hafa augum litið. Þar tekur á móti okkur
furðulegur félagsskapur duldýranna. Finngálknið,
blendingur manns og dýrs, öllum vargi skaðlegri.
Krákinn, hinn risavaxni kolkrabbi sem nærist á
frystitogurum og flutningaskipum. Lyngbakurinn,
ódauðlegt klækjahveli sem flotið hefur um
heimsins höf í gervi eylands frá upphafi tímans.
Trygglynd dagtröll og mannskæð nátttröll sem
þvælast um fáfarna vegi og fjarlæga fjallasali.
Dvergarnir og álfarnir sem búa í holtum og
hæðum. Tilberar, galdrasendingar, mórar og
huldulandið Tröllbotnaland. Öll þessi
furðufyrirbæri og fleiri til, efnisgerast á
síðum Duldýrasafnins. Með hverri mynd fylgir
texti sem er tekin beint úr sögnum og
sjónlýsingum sem gefur innsýn inn í óravíddir
ímyndunaraflsins á liðnum öldum. Lýsingarnar
bregða upp mynd af menningunni og mannlífinu sem
framkallaði verurnar, fóstraði þær og hélt í
þeim lífinu fram á okkar daga.

Verslanir

 • Penninn
  3.999 kr.
  3.199 kr.
  Skoða
 • Salka
  Til á lager
  4.490 kr.
  3.990 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt