Vörumynd

Grasið syngur - ný

Grasið syngur fjallar um eldfimt samband hvítra
manna og svartra í Rhódesíu, sem nú heitir
Simbabve. Mary tilheyrir hvíta minnihlutanum sem
stjórnar landinu...

Grasið syngur fjallar um eldfimt samband hvítra
manna og svartra í Rhódesíu, sem nú heitir
Simbabve. Mary tilheyrir hvíta minnihlutanum sem
stjórnar landinu með harðri hendi. Hún giftist
duglausum bónda og flytur á býli hans þar sem
hún upplifir einangrun og kröpp kjör.
Tilbreytingarleysið eitrar smám saman líf hennar
og hún berst við vaxandi örvæntingu Í þar til
svarti húsþjónninn Móses kemur til sögunnar. Hún
laðast að honum, þráir hann, en er um leið
uppfull af fyrirlitningu og sundurtætt af
togstreitu heitra tilfinninga og rótgróinna
kynþáttafordóma. Og að lokum hlýtur eitthvað að
bresta með hörmulegum afleiðingum.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt