Vörumynd

Tunglið braust inn í húsið

Tunglið braust inn í húsið er viðamikið safn
ljóða eftir 36 skáld víðsvegar að úr heiminum.
Hópurinn sem hér hefur valist saman gæti virst
sundurleitur við ...

Tunglið braust inn í húsið er viðamikið safn
ljóða eftir 36 skáld víðsvegar að úr heiminum.
Hópurinn sem hér hefur valist saman gæti virst
sundurleitur við fyrstu sýn Í heimsþekkt skáld,
sem Íslendingum eru að góðu kunn, innan um lítt
þekkt ljóðskáld sem ekki hafa verið þýdd áður.
Fljótlega koma þó í ljós þeir þræðir sem liggja
á milli skálda, þótt þau tilheyri ólíkum
menningarðheimum. Einn þráður sem má lesa sig
eftir er hvernig kínversk og japönsk ljóðahefð
hefur markað spor sín í ljóðlist heimsins; annar
sýnir hvernig með skáldskapnum er tekist á við
skuggana í sálarlífi mannsins. Sterkasti
þráðurinn liggur þó í valinu á skáldum og ljóðum
því þýðandinn, Gyrðir Elíasson, kynnir hér úrval
sem fléttast listilega saman við hans eigin
skáldskap.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt