Vörumynd

Öflugir Strákar

Þessi skemmtilega uppsetta sjálfstyrkingarbók
fjallar um það hvernig strákar geta eflt sjálfa
sig, náð betri árangri í því sem þeir taka sér
fyrir hendur og...

Þessi skemmtilega uppsetta sjálfstyrkingarbók
fjallar um það hvernig strákar geta eflt sjálfa
sig, náð betri árangri í því sem þeir taka sér
fyrir hendur og lifað aðeins glaðlegra lífi.
Öflugir strákar er önnur bók Bjarna Fritzsonar.
Bókin byggir á samnefndum námskeiðum þar sem
Bjarni kennir strákum til að mynda að styrkja
sjálfsmynd sína, verða óstöðvandi, lifa í núinu,
taka frumkvæði og fara út fyrir kassann sinn.
Bókin er skrifuð á mannamáli, stútfull af
raunverulegum dæmisögum, skemmtilegum myndum,
skrýtnum sögum og viðtölum. Hún er auðlesin og
ætti að höfða til hvaða stráks sem er á aldrinum
12-20 ára. Bjarni sem er sálfræðimenntaður hefur
eytt mörgum stundum í að þróa og kenna
sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stráka og ungt
fólk. Bjarni er með sterkan bakgrunn í íþróttum
sem fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður í
handknattleik og starfar nú sem þjálfari. Svo má
ekki gleyma því að Bjarni er búinn að vera
strákur í 36 ár og þekkir því hugarheim stráka
vel.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt