Vörumynd

Detective: A Modern Crime Game

Í Detective: A Modern Crime Board Game ætlið þið að leysa fimm mismunandi mál og komast að því hvað tengir þau öll saman. Þið munuð rjúfa fjórða vegginn með því að nota öll úrræði sem eru í boði. Þið þurfið að gramsa í gagnagrunni spilsins sem líkir eftir þeim sem stofnunin er með. Þið munuð ganga um í völundarhúsi gamalla leyndarmála og ferskra glæpa, og þið getið unnið með öðrum eða leyst gátun…
Í Detective: A Modern Crime Board Game ætlið þið að leysa fimm mismunandi mál og komast að því hvað tengir þau öll saman. Þið munuð rjúfa fjórða vegginn með því að nota öll úrræði sem eru í boði. Þið þurfið að gramsa í gagnagrunni spilsins sem líkir eftir þeim sem stofnunin er með. Þið munuð ganga um í völundarhúsi gamalla leyndarmála og ferskra glæpa, og þið getið unnið með öðrum eða leyst gátuna á eigin spýtur. Takið að ykkur hlutverk raunverulegs leynilögregluþjóns í nútímalegu umhverfi! Í spilinu takið þið að ykkur að leysa dularfull glæpamál sem fulltrúar Rannsóknarteymis Antares. Í þessu borðspili eru sagðar djúpar og ríkulegar sögur sem þið takið þátt í. Þá er bara að vona að þið náið að leiða það til lykta áður en annar glæpur er framinn… Spilið leggur fyrir ykkur fimm mál sem þarf að spila í röð. Þau virðast ekki tengjast í fyrstu en fljótlega fer að koma í ljós undiraldan í sögunni sem byggist jafnt á sönnum sögum sem skáldskap. Detective: A Modern Crime Board Game keyrir klassíska borðspilið, sem spilað er með spilum, inn í 21 öldina með nettengingu. Þið fáið aðgang að gagnagrunni Antares sem inniheldur upplýsingar um grunaða, vitni, og upptökur frá handtökum og réttarhöldum sem tengjast málunum. Notið hvert tæki og tól sem ykkur býðsr til að leysa málið — notið internetið, safnið staðreyndum og uppgötvið nýjar vísbendingar. Þið eruð ekki að spila rannsóknarlögreglu, þið ERUÐ rannsóknarlögreglan. https://youtu.be/wavEjgn-cv8

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt