Vörumynd

Raidmax Hyperion White µATX turnkassi

Raidmax

Verkfræðingarnir hjá Raidmax hafa skapað svarthol sem lætur tíma og rúm falla saman eða það er allavega eina sem okkur dettur í hug til að skýra það hvað þú kemur miklu inn í þennan kassa. Hér er...

Verkfræðingarnir hjá Raidmax hafa skapað svarthol sem lætur tíma og rúm falla saman eða það er allavega eina sem okkur dettur í hug til að skýra það hvað þú kemur miklu inn í þennan kassa. Hér er pláss fyrir fimm 3.5" (eða 2.5") diska og 7 diska í allt (blöndu af 2.5" og 3.5") þ.e. ef við sleppum því að telja með 5.25" hólfið sem við höfum okkar hugmyndir um hvernig má nota . Hvað kælingu varðar er pláss fyrir allt að níu, já þú last rétt, níu 120mm kassaviftum og tvær af þeim geta jafnvel verið 140mm ennfremur væri hægt að nota fjögur af þeim plássum fyrir 240mm eða 280mm vatnskælingar ef vera skyldi að 155mm há örgjörvakæling sé ekki nógu öflug fyrir menn. Eins er pláss fyrir stór skjákort, jafnvel tvö ef því er að skipta. Maður bíður hreinlega eftir því að það stökkvi hópur af trúðum og fíll út úr kassanum svona til að kóróna það en best er að taka fram að þeir eruekki innifaldir í verðinu. Það gera hins vegar tvær 120mm viftur í toppi sem ætti að nægja vel flestum til að byrja með.

Segir til um hvaða tegundir móðurborða kassinn getur hýst. Yfirleitt er um að ræða µATX eða ATX sem eru tveir algengustu stærðarstaðlarnir á móðurborðum.

Upptalning á stæðum fyrir útvær drif og tengifleti. Algengustu stærðir eru 5.25" og 3.5".

Upptalning á stæðum fyrir drif innan í vélinni. Algengustu stærðir eru 2.5" og 3.5".

Segir til um hvernig aflgjafi passar fyrir kassann.

Almennar upplýsingar

Framleiðandi Raidmax
Tegundarheiti Hyperion White
Stærðarform Segir til um hvaða tegundir móðurborða kassinn getur hýst. Yfirleitt er um að ræða µATX eða ATX sem eru tveir algengustu stærðarstaðlarnir á móðurborðum. µATX
Útvær stæði Upptalning á stæðum fyrir útvær drif og tengifleti. Algengustu stærðir eru 5.25" og 3.5". 1 x 5,25"
Innvær stæði Upptalning á stæðum fyrir drif innan í vélinni. Algengustu stærðir eru 2.5" og 3.5". 5 x 2.5"/3.5" + 2 x 2.5"
USB tengi á framhlið 1 x USB2.0 og 2 x USB3.0
Hljóðtengi á framhlið 1 mic + 1 phones
Kælivifturfjöldi, staðsettning og stærðir kælivifta sem koma með kassanum. 2 x 120mm
Aflgjafastæði Segir til um hvernig aflgjafi passar fyrir kassann. ATX
Efni í kassaYfirleitt eru tölvukassar smíðaðir úr stáli en einnig stundum úr áli. Ál er léttara og leiðir betur hita en er dýrara og erfiðara í smíði, því eru álkassarnir oft dýrari. Stál og ABS plast
Litur á kassa Hvítur með Bláu LED ljósi
Stærð kassaVíddir kassa, dýpt, breidd og hæð mæld í centimetrum 368mm (H) x 275mm (W) x 373mm (L)

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Kísildalur
    17.500 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt