Vörumynd

Blóðhefnd

Þegar kona er myrt með einni einustu, hárnákvæmri hnífstungu virðist það í fyrstu vera rán sem hefur farið úrskeiðis; virtur og góðhjartaður félagsráðgjafi sem orðið hefur fórnarlamb handahófskennds ofbeldisglæps. Í augum Kim Stone rannsóknarlögreglufulltrúa,er þó eitthvað sem ekki gengur upp. Þegar eiturlyfjaneytandi í nágrenninu finnst myrt með sams konar sár segir eðlisávísunin...

Þegar kona er myrt með einni einustu, hárnákvæmri hnífstungu virðist það í fyrstu vera rán sem hefur farið úrskeiðis; virtur og góðhjartaður félagsráðgjafi sem orðið hefur fórnarlamb handahófskennds ofbeldisglæps. Í augum Kim Stone rannsóknarlögreglufulltrúa,er þó eitthvað sem ekki gengur upp. Þegar eiturlyfjaneytandi í nágrenninu finnst myrt með sams konar sár segir eðlisávísunin Kim að um sama morðingja sé að ræða. Þar sem engin tengsl finnast milli fórnarlambanna, önnur en kalt og útspekúlerað ofbeldið,gæti þetta orðið hennar erfiðasta mál til þessa. Kim á erfitt með að einbeita sér að eltingarleiknum við morðingjann þegar henni berst hrollvekjandi bréf frá doktor Alex Thorne, félagsblindingjanumsem hún kom á bak við lás og slá. Í þetta sinn reiðir Alex til höggs þar sem Kim er veikust fyrir og neyðir hana til fundar við konunasem drap litla bróður Kim – móður hennar. Þegar líkunum fjölgar fletta Kim og lið hennar ofan af hroðalegum leyndar-málum og færast sífellt nær morðingjanum. Eitt þeirra gæti þó verið í mikilli hættu og í þetta sinn er ekki víst að Kim takist að bjarga málunum

Verslaðu hér

  • Penninn
    Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt