Vörumynd

Tappi Tíkarass-Tappi Tíkarass

Tappi Tíkarrass er fyrsta plata samnefndrar hljómsveitar síðan hljómsveitin gaf út plötuna Miranda árið 1983 og er fyrsta platan með upprunalegum söngvara sveitarinnar Eyþóri Arnalds....

Tappi Tíkarrass er fyrsta plata samnefndrar hljómsveitar síðan hljómsveitin gaf út plötuna Miranda árið 1983 og er fyrsta platan með upprunalegum söngvara sveitarinnar Eyþóri Arnalds. Aðrir meðlimir eru gítarleikarinn Eyjólfur Jóhannsson, trommuleikarinn Guðmundur Þór Gunnarsson og bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon, allt upprunalegir meðlimir Tappans.

Hljómsveitin var stofnuð vorið 1981 og síðar á árinu gekk Björk Guðmundsdóttir til liðs við sveitina. Hljómsveitin vakti fyrst athygli í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík og sendi frá sér tvær plötur, Bitið fast í vitið árið 1982 og Miranda árið 1983. Á útgáfudegi seinni plötunnar lagðist Tappinn í dvala.

Í ársbyrjum 2015 var Tappinn blásinn til lífs á ný og rifjuð upp lög frá fyrstu mánuðum sveitarinnar. Þegar hljómsveitin hafði náð að rifja það sem menn mundu var farið að semja ný lög. Á þessari nýju plötu Tappans er að finna blöndu af lögum frá síðustu öld og þessari sem renna saman sem ein heild í tímalausri röð.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  2.899 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt