Vörumynd

Áfram konur !

Áfram konur! Bókin fjallar um 150 ára baráttu kvenna fyrir frelsi, jafnrétti og systralagi. Tvær norskar konur, rithöfundurinn Marta Breen og teiknarinn Jenny Jordahl, rekja sögu kvennabaráttu um heim allan í máli og myndum og segja frá frumkvöðlum og fyrirmyndum sem lögðu allt í sölurnar til að berjast fyrir réttindum kvenna.

Fyrir rúmri öld var mikill munur á lífi og...

Áfram konur! Bókin fjallar um 150 ára baráttu kvenna fyrir frelsi, jafnrétti og systralagi. Tvær norskar konur, rithöfundurinn Marta Breen og teiknarinn Jenny Jordahl, rekja sögu kvennabaráttu um heim allan í máli og myndum og segja frá frumkvöðlum og fyrirmyndum sem lögðu allt í sölurnar til að berjast fyrir réttindum kvenna.

Fyrir rúmri öld var mikill munur á lífi og réttindum karla og kvenna. Konur höfðu hvorki kosningarétt né ýmis önnur réttindi sem karlmenn nutu. Þær höfðu heldur ekki fullt forræði yfir eigin líkama. En svo fóru þær að taka saman höndum og berjast fyrir réttindum sínum og þá breyttist líf þeirra og kjör smám saman þótt þröskuldarnir væru margir.

Bókin höfðar sérstaklega til yngri kynslóðarinnar enda textinn stuttur og myndirnar margar eins og vanalegt er um mydasögur en bókin er engu að síður stútfull af fróðleik.
Silja Aðalsteinsdóttir þýddi.

Verslaðu hér

  • Penninn
    Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt