Vörumynd

Hér liggur skáld

Á hverju kvöldi þegar Hallbjörn sauðamaður
leggst til svefns í yfirsetunni hugsar hann um
kvæðið sem hann vill yrkja; það fjallar um
Þorleif jarlsskáld sem ...

Á hverju kvöldi þegar Hallbjörn sauðamaður
leggst til svefns í yfirsetunni hugsar hann um
kvæðið sem hann vill yrkja; það fjallar um
Þorleif jarlsskáld sem sagan segir að hvíli þar
undir sem sauðamaður sefur. ³Hér liggur skáld,Ê
byrjar hann en kemst ekki lengra með kvæðið fyrr
en Þorleifur hleypur sjálfur undir bagga Í í
draumi, því að hann hefur legið dauður í haugi
sínum í tvö hundruð ár.

³Sagan segirÊ Í ja,
hvað segir sagan? Af Þorleifi og ættingjum hans
í Svarfaðardal eru fornar sagnir um harðvítug
átök höfðingjanna í dalnum, fyrirboða og
forynjur, afdrifaríka kaupferð til Noregs,
grimmd og dráp, kynngimagnaðan hefndarkveðskap
og ómennskt víg á Þingvöllum.

Þórarinn Eldjárn
segir hér og semur örlagasögu Þorleifs; fléttar
saman, prjónar við og fyllir í eyður svo að úr
verður þétt og áhrifarík frásögn af hógværu
skáldi sem skorast ekki undan knýjandi verkefni:
að bjóða illskunni birginn.

Verslanir

  • Penninn
    3.007 kr.
    2.706 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt