Vörumynd

Lág kolvetna lífsstíllinn LKL

Lág kolvetna lífsstíllinn Í LKL
Margar nýlegar
rannsóknir sýna og sanna að mataræði sem byggir
á lagu kolvetna innihaldi og hærra hlutfalli
fitu sk...

Lág kolvetna lífsstíllinn Í LKL
Margar nýlegar
rannsóknir sýna og sanna að mataræði sem byggir
á lagu kolvetna innihaldi og hærra hlutfalli
fitu skilar fólki mestum árangri við
þyngdarstjórnun, að öðlast heilbrigðari lífsstíl
og betri heilsu. Fólk um víða veröld er að
tileinka sér lág kolvetna mataræði.

Fyrir 30
árum hófst barátta gegn fituríkum mat og
markaðssetning og sala fitusnauðrar fæðu hóf
innreið sína. En síðan hefur offita aukist í
heiminum og verður sífellt meira
heilbrigðisvandamál. Getur verið að skilaboðin
hafi verið röng? Er fitan nýi vinur þinn?

Gunnar Már Sigfússon hefur um langt árabil
verið einn vinsælasti líkamsræktarþjálfari og
heilsuráðgjafi landsins. Í þessari bók leiðir
hann lesendur í allan sannleika um þennan
jákvæða lífsstíl og gefur fjölda uppskrifta að
girnilegum réttum sem auðvelda þér leiðina að
heilbrigðara lífi.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt