Vörumynd

Afleiðingar

Ákvarðanir okkar hafa afleiðingar. Verslunarstjóri í raftækjaverslun stígur örlagaríkt skref: Hvenær svíkur maður sjálfan sig og hvenær svíkur maður aðra? Útgáfustjóri hjá bókaforlagi...

Ákvarðanir okkar hafa afleiðingar. Verslunarstjóri í raftækjaverslun stígur örlagaríkt skref: Hvenær svíkur maður sjálfan sig og hvenær svíkur maður aðra? Útgáfustjóri hjá bókaforlagi misnotar aðstöðu sína með skelfilegum afleiðingum. Mæðgin fara í kirkjugarðinn í byrjun aðfangadagskvölds á biluðum bíl því það verður alltaf að loga ljós á leiðum ástvina yfir jólin. Ung stúlka verður leiksoppur kerfisins og karlmanna. Þetta eru nokkur dæmi um söguefni í þessu nýja smásagnasafni Ágústs Borgþórs Sverrissonar. Fjölbreyttar beinskeyttar sögur, ýmist úr nútímanum eða kunnuglegri fortíð Reykjavíkur. Sumar gerast á því augnabliki þegar óvænt rof verður á vanagangi tilverunnar og hið ófyrirsjáanlega heldur innreið sína í líf persónanna. Um leið veita sögurnar lesendanum nýja sýn á tilveruna, eins og góður skáldskapur á að gera. Ágúst Borgþór Sverrisson á fjölbreyttan ritferil að baki. Síðasta bók hans, spennusagan Inn í myrkrið, hlaut góðar viðtökur.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  3.790 kr.
  Skoða
 • Penninn
  3.799 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt