Vörumynd

Ofríki

Fyrir liðlega einni öld gerði bóndinn á
Randversstöðum í Breiðdal uppreisn gegn
yfirvöldum í Breiðdalshreppi. Ástæðan var sú að
yfirvöldin komu í veg fyrir ...

Fyrir liðlega einni öld gerði bóndinn á
Randversstöðum í Breiðdal uppreisn gegn
yfirvöldum í Breiðdalshreppi. Ástæðan var sú að
yfirvöldin komu í veg fyrir að geðsjúk eiginkona
hans fengi að leita sér lækninga og reyndu í
framhaldinu að bola honum burt úr héraðinu.
Ofríki er mögnuð saga frá umbrotaskeiði í lífi
þjóðarinnar þegar hillir undir nýja tíma og ný
viðhorf, meðal annars með stofnun Kleppsspítala
í Reykjavík, en framkoma við fátæklinga ræðst þó
enn af gamalgróinni vinnukergju stórbænda, þar
sem smælingjarnir mega sín lítils gagnvart
ofríkinu.
Barátta Ólafs Ásgrímssonar er merkileg
fyrir þær sakir að hann veitti yfirvöldunum svo
harðsnúið viðnám að þau þurftu að beita öllum
tiltækum lagakrókum til að koma honum undir,
eins og lesa má í þeim 140 málsskjölum sem lögð
voru fyrir sýslumann Vestur -Skaftafellssýslu
til úrskurðar 1918.
Það var fáheyrt að fátækur
alþýðumaður risi upp gegn yfirvöldunum.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  4.890 kr.
  Skoða
 • Penninn
  4.999 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt