Vörumynd

Strandið í ánni

Strandið í ánni kom fyrst út hjá Iðunni árið
1968. Ari fer með foreldrum sínum í heimsókn til
ömmu og afa í sveitinni og fær að bjóða Önnu,
vinkonu sinni, m...

Strandið í ánni kom fyrst út hjá Iðunni árið
1968. Ari fer með foreldrum sínum í heimsókn til
ömmu og afa í sveitinni og fær að bjóða Önnu,
vinkonu sinni, með. Þau lenda í hremmingum á
leiðinni en sem betur fer kemur afi til bjargar
á traktornum.
Sagan er prýdd fjölda mynda eftir
Sigrid Valtingojer líkt og upprunalega
útgáfan.
Björn Daníelsson (1920-1974) var
skólastjóri á Sauðárkróki á árunum 1952-1974 og
umhugað um lestrarnám nemenda sinna. Auk
blaðagreina, útvarpsefnis og ljóðabókar skrifaði
hann nokkrar bækur ætlaðar byrjendum í lestri
þar sem áherslan var lögð á einfalt mál og stutt
og auðskilin orð.
Bókabeitan, í samvinnu við
fjölskyldu og vini Björns, hefur nú ráðist í að
endurútgefa þrjár af bókum Björns sem ætlaðar
eru börnum. Hinar tvær eru: Puti í kexinu og
Krummahöllin.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt