Vörumynd

Skin

Bókaútgáfan Sæmundur hefur sent frá sér
ljóðabókina Skin eftir Guðrúnu Hannesdóttur
ljóðskáld. Bókin er sjötta ljóðabók höfundar sem
hefur fyrir löngu skipa...

Bókaútgáfan Sæmundur hefur sent frá sér
ljóðabókina Skin eftir Guðrúnu Hannesdóttur
ljóðskáld. Bókin er sjötta ljóðabók höfundar sem
hefur fyrir löngu skipað sér í hóp íslenskra
góðskálda og var handhafi bókmenntaverðlauna
Jóns úr Vör árið 2007.

Síðasta bók Guðrúnar
Humátt (2015) var tilnefnd til
Fjöruverðlaunanna. Um hana segir í
röksemdarfærslu dómnefndar m.a.: Humátt er
eftirminnileg, innihaldsrík og vönduð ljóðabók
sem einkennist af skörpu innsæi, aðdáunarverðum
stílbrögðum og óbilandi tilfinningu fyrir
möguleikum ljóðsins. Bókin er uppfull af þeim
nákvæmu en jafnframt kraftmiklu, óvæntu myndum
sem eru eitt höfundareinkenna Guðrúnar
Hannesdóttur.

Ljóð þessarar bókar eru björt og
einföld og má líkja við varfærnislegt ferðalag
um og himinlendur og
höf.

endurskin

tunglsljósið streymir
yfir
borðið við gluggann

nú er lag að ná í
fatið
láta það fyllast
að börmum

þvo hendur
sínar
af allri synd

enginn sér dropana
sem
falla á borðið

fyrr en dregur fyrir
tunglið á ný

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.690 kr.
  Skoða
 • Penninn
  2.699 kr.
  2.429 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt