Vörumynd

Ódáinsakur

Út er komið hjá Sögufélagi ritið Ódáinsakur:
Helgifesta þjóðardýrlinga eftir Jón Karl
Helgason.Höfundur fjallar þar með
fjölbreytilegum hætti um eðli og hlu...

Út er komið hjá Sögufélagi ritið Ódáinsakur:
Helgifesta þjóðardýrlinga eftir Jón Karl
Helgason.Höfundur fjallar þar með
fjölbreytilegum hætti um eðli og hlutverk
þjóðardýrlinga og kortleggur þær aðferðir sem
notaðar eru til að rækta minningu þeirra á
opinberum vettvangi. Höfuðáhersla er lögð á
skáld og listamenn en stjórnmálamenn og
trúarhetjur koma einnig við sögu.
Í bókinni er
meðal annars rýnt í íkonamynd Jóhannesar S.
Kjarvals á forsíðu tekjublaðs Frjálsrar
verslunar og rifjað upp þegar meintar jarðneskar
leifar Jóns biskups Arasonar voru grafnar upp á
Hólum og teknar til varðveislu í Kristskirkju í
Reykjavík. Þá ber arfleifð Jónasar
Hallgrímssonar töluvert á góma; bent er á að
valið á honum þjóðskáldi Íslendinga var engan
veginn sjálfgefið á 19. öld og eins varpað ljósi
á nýlegar deilur um valið á honum og lóu sem
myndefni á tíu þúsund króna seðli.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    4.460 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt