Vörumynd

Ævintýraferð fakírsins sem fes

Dag einn leggur indverski fakírinn Ajatashatru
Kýrskýr Patel upp í langferð frá heimalandi sínu
til Parísar með falsaðan hundrað evru seðil í
farteskinu. Ma...

Dag einn leggur indverski fakírinn Ajatashatru
Kýrskýr Patel upp í langferð frá heimalandi sínu
til Parísar með falsaðan hundrað evru seðil í
farteskinu. Markmið hans er að kaupa forláta
naglarúm á tilboði í IKEA og selja það
hæstbjóðanda þegar heim er komið. Röð tilviljana
verður til þess að fakírinn lendir í
ævintýralegri Evrópureisu þar sem hann eignast
undarlegustu vini á ólíklegustu stöðum.

Hér er
á ferðinni fjörug og bráðfyndin saga af
ferðalagi sem á engan sinn líka en um leið er
tekið á sammannlegum viðfangsefnum eins og
leitinni að ást, viðurkenningu og betra lífi í
viðsjárverðum heimi.

Romain Puértolas hefur
starfað sem plötusnúður, söngvari og
lagahöfundur, tungumálakennari, túlkur og þjónn.
Hann hefur einnig unnið við landamæragæslu.
Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í
IKEA-skáp er fyrsta bók hans. Hún kom út í París
haustið 2013, sló í gegn og hefur verið þýdd á
fjölmörg tungumál.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    3.499 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt