Vörumynd

Á mörkunum

Á mörkunum er eftir Sigurð Óttar Jónsson, rafvirkjameistara frá Smáragrund á Jökuldal. Hún hefur að geyma sjötíu og fimm hringhendur. Margar af vísum Sigurðar Óttars hafa orðið fleyga...

Á mörkunum er eftir Sigurð Óttar Jónsson, rafvirkjameistara frá Smáragrund á Jökuldal. Hún hefur að geyma sjötíu og fimm hringhendur. Margar af vísum Sigurðar Óttars hafa orðið fleygar. Sem hagyrðingur má segja að hann sé þekktur fyrir tvennt; að yrkja fáar vísur og góðar. Bókinni fylgir eftirmáli sem er fræðileg samantekt á hringhenduforminu, uppruna þess og þróun. Það er Ragnar Ingi Aðalsteinsson sem hefur tekið það efni saman. Útgáfudagur bókarinnar er 24. maí næstkomandi, en þann dag verður Sigurður Óttar sjötíu og fimm ára.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt