Vörumynd

Snorri Helgason-Margt býr í þokunni LP

Margt býr í þokunni er safn nýrra þjóðlaga sem tónlistarmaðurinn Snorri Helgason hefur verið að semja sl. 3-4 ár.
Lögin koma úr mismunandi átt innan þjóðsagnaheimsinns en á M...

Margt býr í þokunni er safn nýrra þjóðlaga sem tónlistarmaðurinn Snorri Helgason hefur verið að semja sl. 3-4 ár.
Lögin koma úr mismunandi átt innan þjóðsagnaheimsinns en á Margt býr í þokunni fjallar Snorri mest um hið mennska í þjóðsögunum, þ.e. íslenskan raunveruleika á þeim tíma sem sögurnar gerast, fólkið sem kemur þar við sögu og þeirra tilfinningar og langanir.
Tónlistin á plötunni er strípuð og einföld þar sem akústískur hljóðfæraleikur og söngur er í forgrunni. Platan er pródúseruð af Guðmundi Óskari Guðmundssyni en hann og Snorri sjá um allan hljóðfæraleik á plötunni ásamt Erni Eldjárn sem spilar á pedal steel gítar. Hjörtur Yngvi Jóhannsson gerði um útsetningar fyrir kór og stjórnaði honum við upptökur.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt