Vörumynd

ÚTKALL - Örlagaskotið mp3

Útkall

Togarinn Elliði SI 1 frá Siglufirði liggur
ljóslaus og vélarvana á hliðinni í glórulausu
hafróti og éljagangi. Klukkustundum saman hírast
flestir í 28 manna...

Togarinn Elliði SI 1 frá Siglufirði liggur
ljóslaus og vélarvana á hliðinni í glórulausu
hafróti og éljagangi. Klukkustundum saman hírast
flestir í 28 manna áhöfninni hoknir fyrir aftan
brú og bíða örlaga sinna. Tveir ungir piltar
hurfu út í sortann á örsmáum korkfleka Í enginn
í áhöfninni, þar á meðal faðir annars þeirra, á
von á að sjá þá aftur á lífi. Skömmu áður höfðu
tveir aðrir skipverjar í örvæntingu stokkið út í
gúmbát sem slitnaði frá Elliða Í þeirra er
einnig saknað. Á bátabylgjunni heyra
Siglfirðingar rödd loftskeytamanns Elliða
tilkynna: ³Ég held við séum að fara yfir um.Ê
Fæstir telja að Elliði snúi aftur Í meðal þeirra
er nítján ára ófrísk unnusta loftskeytamannsins.
Togarinn Júpiter siglir af stað á fullri ferð í
ofviðrinu eftir að hafa heyrt síðbúna
neyðartilkynningu í Ríkisútvarpinu. Hér er sagt
frá ævintýralegum björgunaraðgerðum út af
Breiðafirði 10. febrúar 1962.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt