Vörumynd

L-Mesitran sáragel 50g

L-Mesitran vörurnar henta sérlega vel til að meðhöndla þrálát og slæm sár, bæði djúp og á yfirborðinu. L-Mesitran drepur bakteríur og sveppi og stuðlar að því að dauður vefur fer af yfirborði sársins við meðhöndlun. Gelið má nota til að hreinsa sýkt og ósýkt sár og minnka slæma lykt af sárasvæðum. Aðeins þarf þunnt lag af gelinu til að það virki sem best. Bera þarf gelið endurtekið á sárið þ…

L-Mesitran vörurnar henta sérlega vel til að meðhöndla þrálát og slæm sár, bæði djúp og á yfirborðinu. L-Mesitran drepur bakteríur og sveppi og stuðlar að því að dauður vefur fer af yfirborði sársins við meðhöndlun. Gelið má nota til að hreinsa sýkt og ósýkt sár og minnka slæma lykt af sárasvæðum. Aðeins þarf þunnt lag af gelinu til að það virki sem best. Bera þarf gelið endurtekið á sárið því gelið þynnist út þegar sárið grær.

Hvenær skal nota L-Mesitran:

L-Mesitran hentar vel á þrálát sár, legusár, æðasár, sveppasýkt sár, víðtæk alvarleg sár, skurðsár, yfirborðssár, skurði, yfirborðsbruna (1. stigs) og hlutþykktarbrunasár (2. stigs). Endurtakið á 24-48 tíma fresti.

Gagnsemi:

  • Minnkar lykt
  • Minnkar bakteríumyndun
  • Minnkar líkur á sýkingu
  • Má notast á mjög viðkvæm sár
  • Minnkar líkur á öramyndun

Verslaðu hér

  • Lífland ehf - skrifstofur 540 1100 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt