Vörumynd

Í grænni lautu - söngvaleikir

Þessi bráðskemmtilega bók geymir skemmtilega
söngvaleiki sem Ragnheiður hefur safnað saman,
leiki sem börn á öllum aldri hafa um árabil
skemmt sér við jafnt...

Þessi bráðskemmtilega bók geymir skemmtilega
söngvaleiki sem Ragnheiður hefur safnað saman,
leiki sem börn á öllum aldri hafa um árabil
skemmt sér við jafnt úti sem inni. Sumir
leikirnir hafa gengið kynslóð fram af kynslóð en
aðrir eru nýrri. Bókin er ómissandi hverjum
barnahóp, í skólum, leikskólum og
heimahúsum.
Ragnheiður Gestsdóttir hefur skrifað
og myndskreytt fjölda barna-, unglinga- og
kennslubóka. Bók hennar Ef væri ég söngvari var
mest selda barnabók síðasta árs og hlaut
Dimmalimmverðlaunin í fyrra. Ragnheiður hlaut
einnig Norrænu barnabókaverðlaunin og
Barnabókaverðlaun fræðsluráðs fyrir bók sína
Sverðberann árið 2004 og Íslensku
barnabókaverðlaunin fyrir skáldsöguna Leikur á
borði árið 2000.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  3.190 kr.
  Skoða
 • Penninn
  Til á lager
  3.111 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt