Vörumynd

Trú

Þrátt fyrir að mannfólkið aðhyllist margskonar
trúarbrögð og tilbiðji marga guði er margt
sameiginlegt trú þeirra. Það hefur Norðmaðurinn
Ken Opprann fangað...

Þrátt fyrir að mannfólkið aðhyllist margskonar
trúarbrögð og tilbiðji marga guði er margt
sameiginlegt trú þeirra. Það hefur Norðmaðurinn
Ken Opprann fangað á ljósmyndir sínar í bókinni
TRÚ Í Mannfólkið andspænis guði sínum. Hann
ferðaðist um heiminn í fimmtán ár og ljósmyndaði
fólk á fundi við guð sinn, var viðstaddur
trúarhátíðir og vitjaði helgra staða fimm helstu
trúarbragða heimsins: kristni, búddisma, íslam,
gyðingdóms og hindúisma. Á þessum stórkostlegu
ljósmyndum ríkir einlægni, samkennd og fegurð
sem stendur ofar öllu missætti og misskilningi
og eflir umburðarlyndi manna á milli.
Ljósmyndunum er skipt í kafla eftir
trúarbrögðunum og skrifa fimm sérfræðingar um
helstu einkenni og útbreiðslu þessara mismunandi
trúarbragða. Síðustu þrjá áratugi hefur Ken
Opprann ferðast um allan heiminn, bæði á friðar-
og átakasvæðum og tekið myndir fyrir dagblöð og
tímarit innan og utan Noregs.

Verslanir

  • Penninn
    7.261 kr.
    6.541 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt