Vörumynd

Frelsi

Frelsi er sjötta ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur.
Fyrstu ljóð Lindu birtust í blöðum og tímaritum
en fyrsta ljóðabók hennar, Bláþráður, kom út
1990. Langt er...

Frelsi er sjötta ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur.
Fyrstu ljóð Lindu birtust í blöðum og tímaritum
en fyrsta ljóðabók hennar, Bláþráður, kom út
1990. Langt er síðan Linda sendi síðast frá sér
ljóðabók Í það var Frostfiðrildin sem kom út
2005. Auk ljóða hefur hún skrifað
sjálfsævisögulega skáldsögu sem vakti mikla
athygli, Lygasögu.

Linda er eitt besta
ljóðskáld okkar og ný bók frá henni stórtíðindi.
Frelsi geymir um fimm tugi beittra, pólitískra
ljóða: meitlaðar og áhrifaríkar ljóðmyndir
spegla samfélag og samtíma, og þvinga jafnvel
lesandann til miskunnarlausrar sjálfsskoðunar.
Áleitin bók sem hreyfir við hugsunum og
tilfinningum.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt