Vörumynd

Sögur úr vesturheimi

Árnastofnun hefur gefið út bókina Sögur úr
Vesturheimi með þjóðfræðaefni sem hjónin
Hallfreður Örn Eiríksson og Olga María
Franzdóttir hljóðrituðu meðal Ves...

Árnastofnun hefur gefið út bókina Sögur úr
Vesturheimi með þjóðfræðaefni sem hjónin
Hallfreður Örn Eiríksson og Olga María
Franzdóttir hljóðrituðu meðal Vesturíslendinga í
Norður Ameríku veturinn 1972-73.
Söfnunarleiðangurinn var kostaður af Árnastofnun
með styrk úr sjóði Páls Guðmundssonar við
Manitóbaháskóla og naut milligöngu Haralds
Bessasonar, þáverandi prófessors við
íslenskudeild skólans. Í rækilegum inngangi
Hallfreðar og söfnunardagbókum þeirra hjóna
kemur fram hversu langt og erfitt þetta ferðalag
var Í rétt áður en reglulegar og gagnkvæmar
hópferðir hófust milli Íslands og byggða
Vesturíslendinga í Kanada og Bandaríkjunum.
Gísli Sigurðsson hefur búið um 20 klst. af hinu
hljóðritaða efni til útgáfu í orðréttum
uppskriftum. Bókin kemur út á afmælisdegi
Hallfreðar sem hefði orðið áttræður hinn 28.
desember 2012.
Hallfreður og Olga söfnuðu sögum
og kvæðum sem afkomendur íslensku landnemanna í
Vesturheimi.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt