Vörumynd

Harry Potter og blendingsprins

Í nýjustu bókinni er Harry orðinn drengur á
sautjánda ári. Harry Potter hefur smám saman
orðið að unglingi og um leið flóknari
persónuleiki, þver og þrjósku...

Í nýjustu bókinni er Harry orðinn drengur á
sautjánda ári. Harry Potter hefur smám saman
orðið að unglingi og um leið flóknari
persónuleiki, þver og þrjóskur, skapstyggur og
snúinn, allt í hæfilegum skömmtum þó, og verður
fyrir vikið mun raunverulegri persóna en ella.
Með aldrinum koma síðan ný vandamál - nú fer
áhugi hans á hinu kyninu líka að þvælast fyrir
honum.
Harry Potter og Blendingsprinsinn er
ekki bara saga af Harry Potter heldur fær Trevor
Delgome, sem síðar tók sér nafnið Voldemort,
mikið rými og er ævisaga hans að mestu rakin í
bókinni. Það sést vel í því hvernig Rowling
tekst að púsla saman sögunni úr ólíkum brotum
hve snjall höfundur hún er. Hún kann vel þá list
að skrifa hörkuspennandi texta, hún skilur við
söguhetjurnar á bjargbrún svo að segja í hverjum
kafla þannig að lesandinn er heltekinn frá
fyrstu síðu og leggur bókina ekki frá sér
hálflesna.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt