Vörumynd

Basil fursti 8. heftir

Basil fursti, konungur leynilögreglumannanna er
mættur á svæðið. 8. heftið nefnist Raunir
Stellu. Líta má á Basil fursta sem mótvægi við
sumt af þeim ófögn...

Basil fursti, konungur leynilögreglumannanna er
mættur á svæðið. 8. heftið nefnist Raunir
Stellu. Líta má á Basil fursta sem mótvægi við
sumt af þeim ófögnuði sem endalaust er boðið upp
á í kvikmyndum, sjónvarpi og bókum nú til dags.
Ævintýrin um Basil fursta eru ekki eins
heilsuspillandi. Í Basil fursta koma oftast
fyrir reglulega fagrar glæpadrósir og
glæpakvendi. Sonja, Soffía, lafði Ethel og Sæta
Emmy, svo nokkrar séu nefndar, voru engin lömb
að leika við. Svo eru ungar, saklausar og
fallegar stúlkur, reglulega geðugar og
viðfelldnar í umgengni, sem þeir Basil fursti og
Sam Foxtrot, þjónn hans, bjarga oft úr
ótrúlegustu hremmingum. Þó þetta séu engar
verðlaunabókmenntir, er textinn furðu góður þó
snöggsoðinn sé stundum. Basil fursti þérar alla,
Sonju glæpakvendi sem illvirkjann Rauða Jón. Þau
eru einnig með þéringar á hreinu. Ef menn vilja
kynna sér þéringar er ekkert annað en lesa Basil
fursta. Basil fursti er léttmeti í útileguna og
sumarbústaðinn.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    359 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt