Vörumynd

Þjónusta þrælkun flótti

Haustið 1938 komu tvær bækur út á íslensku um
Ráðstjórnarríkin. Önnur var Gerska ævintýrið
eftir Halldór Kiljan Laxness, sem afneitaði
ýmist illvirkjun Stal...

Haustið 1938 komu tvær bækur út á íslensku um
Ráðstjórnarríkin. Önnur var Gerska ævintýrið
eftir Halldór Kiljan Laxness, sem afneitaði
ýmist illvirkjun Stalíns eða afsakaði. Hin var
Þjónusta, þrælkun, flótti eftir Aatami Kuortti í
þýðingu séra Gunnars Jóhannessonar. Kuortti var
árin 1927-1930 prestur finnskumælandi safnaða í
Ingermalandi í Ráðstjórnarríkjunum, við
Kirjálabotn milli Finnlands og Eistlands. Hann
var tekinn höndum, eftir að hann neitaði að
njósna um sóknarbörn sín fyrir leynilögreglu
kommúnista, og sendur í þrælkunarbúðir norðan
heimsskautsbaugs, Gúlagið. Þaðan tókst honum
eftir miklar þrengingar að flýja til Finnlands.
Bók hans kom út á finnsku 1934 og sænsku 1935.
Eftir að Finnar biðu ósigur fyrir Rauða hernum
1944, urðu þeir af tillitssemi við Kremlverja að
taka bók Kuorttis út úr finnskum bókasöfnum,
þótt þangað sé hún nú komin aftur.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt