Vörumynd

Saga tónlistarinnar

Tónlistin er töfrum slungin listgrein sem ekki verður til í tómarúmi. Hún mótast af tíðaranda og atburðum á sviði heimsmálanna, trúarbrögðum og kirkjupólitík, afstöðu valdhafa og smek...

Tónlistin er töfrum slungin listgrein sem ekki verður til í tómarúmi. Hún mótast af tíðaranda og atburðum á sviði heimsmálanna, trúarbrögðum og kirkjupólitík, afstöðu valdhafa og smekk almennings á hverjum tíma.
Í þessari bók er fjallað á aðgengilegan hátt um vestræna tónlistarsögu allt frá kaþólskum kirkjusöng í upphafi 9. aldar til nýjustu hræringa í samtímanum. Hér má til dæmis fræðast um uppruna barokksins við hirðir á Norður-Ítalíu, áhrif upplýsingarinnar á Níundu sinfóníu Beethovens, samspil tónlistar og þjóðernisvakningar á 19. öld og áhrif stjórnmála 20. aldar á tónsköpun vítt og breitt um Evrópu. Lykilverk tónbókmenntanna fá sérstakt vægi en einnig er litið vítt yfir sviðið og rýnt í tónlistina bæði sem samtímaspegil og farveg tjáningar.
Saga tónlistarinnar er fyrsta yfirlitsritið um tónlistarsögu eftir íslenskan höfund og hentar jafnt tónlistarfólki, tónlistarunnendum og tónlistarnemum, sem og öllu áhugafólki um listir og menningu.
Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur hefur getið sér gott orð fyrir texta sína um tónlist, meðal annars í efnisskrám Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann ritaði bókina Jóns Leifs – Líf í tónum, hefur stundað umfangsmiklar rannsóknir á íslenskri tónlistarsögu og komið fram á fjölda tónleika sem píanóleikari og kórstjóri.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  12.990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  12.999 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt