Vörumynd

Lífið er rétt að byrja

Lífið er rétt að byrja fjallar um grunnatriði í fjármálum einstaklinga. Bókin er skrifuð fyrir ungt fólk sem er að verða fjárráða og er að stíga sín fyrstu skref í fjármálum. Lífið er...

Lífið er rétt að byrja fjallar um grunnatriði í fjármálum einstaklinga. Bókin er skrifuð fyrir ungt fólk sem er að verða fjárráða og er að stíga sín fyrstu skref í fjármálum. Lífið er rétt að byrja er í sex köflum og 150 blaðsíður. Bókin er skipulögð þannig að fjallað er um hvert viðfangsefni á opnu. Hver opna hefst á upptalningu á atriðum sem mælt er með að lesendur tileinki sér og einu góðu ráði sem tengist efninu. Aftast í hverjum kafla eru spurningar og verkefni sem tengjast efni þeirra. Í lok bókarinnar er viðauki með ítarlegum orðskýringum á helstu hugtökum og yfirlit um formúlur í bókinni með dæmum. Bókin hentar vel til kennslu í framhaldsskólum en höfundur hafði samráð við nokkra kennarara í viðskiptafögum við gerð hennar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt