Vörumynd

Raggi Bjarna-Falleg hugsun

Ferill Ragga Bjarna á engan sinn líka, og
maðurinn raunar ekki heldur. Raggi er orðinn 79
ára gamall og sendir hér frá sér nýja plötu með
frumsömdu efni. Hv...

Ferill Ragga Bjarna á engan sinn líka, og
maðurinn raunar ekki heldur. Raggi er orðinn 79
ára gamall og sendir hér frá sér nýja plötu með
frumsömdu efni. Hvatinn að plötunni er ekki síst
mikil velgengni lags Bjartmars Guðlaugssonar,
Þannig týnist tíminn, sem Raggi og Lay Low sungu
saman á dúettaplötu Ragga frá 2012. Lagt var upp
með að fá ný lög og texta frá fremstu höfundum
landsins, lög og texta í anda lags Bjartmars þar
sem þroskaður söngvarinn hefði frá miklu að
segja. Í stuttu máli tókst það vel og platan er
stútfull af frábærum lögum og textum eftir
Valgeir Guðjónsson, Jón Ólafsson, Magnús Þór
Sigmundsson, Megas, Jón Jónsson ofl. Falleg
hugsun er frábær plata frá Ragga sem sjaldan
hefu sungið betur. Jón Ólafsson stýrði upptökum
líkt og á hinni geysivinsælu dúettaplötu Ragga
frá 2012.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt