Vörumynd

Sigurgeir skar´ann

Endurminningar skurðlæknis á Landakoti

Út er
komin bókin Sigurgeir skar'ann eftir Sigurgeir
Kjartansson skurðlækni. Útgefandi er Bókaútgáfan
Sæm...

Endurminningar skurðlæknis á Landakoti

Út er
komin bókin Sigurgeir skar'ann eftir Sigurgeir
Kjartansson skurðlækni. Útgefandi er Bókaútgáfan
Sæmundur á Selfossi.

Hér eru rakin uppvaxtar-
og ævisaga drengs úr Mýrdalnum. Framtíðardraumar
hans voru að verða bóndi, helst með kennslu í
hjáverkum. Raunin varð önnur því hann var
hvattur til náms sem fleytti honum yfir í
læknisfræði og hann varð einn færasti
skurðlæknir landsins á sinni tíð.

Eftir nám og
störf í Bandaríkjunum var hann svo lánsamur að
hreppa óskastöðu á Landakotsspítala, þar sem
hann átti farsælan feril í áratugi.

Eins og
lífið býður uppá unnust stórir sigrar en oft gaf
á bátinn inn á milli Í því lífið er ekki alltaf
dans á rósum. Sigurgeir upplifði stórstígar
framfarir í sínu fagi og var fyrstur hérlendra
lækna að tileinka sér ýmsar þeirra. Hann
eignaðist góða fjölskyldu en missti konu sína á
besta aldri og varð fyrir afdrifaríku slysi
þegar leið að starfslokum.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  6.290 kr.
  Skoða
 • Penninn
  6.499 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt