Vörumynd

Vinur Landeyings

Líkt og í Kanada gerðu yfirvöld í þessari fyrrum
fanganýlendu Breta Evrópumönnum boð um að koma
og setjast að. En lífið þar syðra var hart og
ævintýralegt o...

Líkt og í Kanada gerðu yfirvöld í þessari fyrrum
fanganýlendu Breta Evrópumönnum boð um að koma
og setjast að. En lífið þar syðra var hart og
ævintýralegt og þar segir fátt af einum. Í meira
en öld voru afdrif Þorvaldar jarðyrkjumanns frá
Bryggjum ókunn jafnt ættmennum hans og
ættfræðingum hér heima. Fréttir af Þorvaldi og
andláti hans bárust fyrst um aldamótin 2000
þegar aldargömul bók Weitemeyers barst í hendur
Magnúsi Ó. Ingvarssyni í Keflavík.
Hér rekur
danskur ævintýramaður sögu sína og segir um leið
sögu vinar síns og ferðafélaga frá Íslandi.
Sveitadrengs sem var alltof blíðlyndur fyrir hið
hrjúfa líf óbyggðanna. Þorvaldur frá Bryggjum
var kominn langt að heiman þegar hann veiktist
skyndilega í tjaldi sínu á regnvotum degi í
janúarmánuði 1874. Frásagnir af andláti hans eru
hinar ævintýralegustu og rithöfundurinn gefur
skáldfáki sínum lausan tauminn.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  5.390 kr.
  Skoða
 • Penninn
  5.499 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt