Vörumynd

Martröð með myglusvepp

Í bókinn Martröð með myglusvepp eru átta reynslusögur fólks sem glímt hefur við eitrun af völdum myglusveppa, hvernig fólkið brást við og leiðir þess til að sigrast á vandanum.
...

Í bókinn Martröð með myglusvepp eru átta reynslusögur fólks sem glímt hefur við eitrun af völdum myglusveppa, hvernig fólkið brást við og leiðir þess til að sigrast á vandanum.
Greint er frá algengum einkennum fólks af völdum myglusveppa, bataleiðum varðandi fæðu, lífshætti og hvað beri að varast. Drepið er á endurskoðun laga og reglna á þessu sviði og upplýsinga leitað hjá sérfræðingum í byggingargeiranum og myglusveppafræðingi.
Þekking á bataleiðum vegna myglusveppaeitrunar er takmörkuð. Læknar standa iðulega ráðþrota. Leiðir til bata ráðast af aðstæðum fólks.
Veikindi og heilsutjón af völdum myglusveppa eru samfélagslegt böl. Fjárhagslegt tjón er verulegt. Fræðsla um orsakir og afleiðingar af völdum myglusveppa er nauðsyn. Hönnun húsa, byggingaraðferðir, ábyrgð og eftirlit með húsbyggingum er höfuðatriði til að koma í veg fyrir myglutjón, einnig viðhald og umgengni fólks í húsum. Löggjöf og viðurlögum er ábótavant. Um 30 myndir eru í bókinni.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    3.899 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt