Vörumynd

Skapaðu þinn heimilisstíl

Vöru- og innanhússhönnuðurinn Sesselja Thorberg
er löngu orðin þekkt fyrir djarfar og
hugmyndaríkar aðferðir sínar við
innanhússhönnun. Hún hefur á tíu ára ...

Vöru- og innanhússhönnuðurinn Sesselja Thorberg
er löngu orðin þekkt fyrir djarfar og
hugmyndaríkar aðferðir sínar við
innanhússhönnun. Hún hefur á tíu ára ferli sínum
haldið úti fyrirtækinu Fröken Fix Í
Innanhússráðgjöf og séð um sjónvarpsþætti þar
sem hún leggur áherslu á persónulegar og
hagkvæmar
lausnir sem allir geta framkvæmt á
viðráðanlegu verði.
Í þessari fyrstu bók
Sesselju opnar hún hugmyndabankann sinn sem hún
hefur safnað í svo lengi. Og hugmyndirnar
beinlínis streyma út!
Hér finna allir eitthvað
skemmtilegt við sitt hæfi. Bæði þeir sem eru að
koma sér fyrir í sinni fyrstu íbúð og vita
kannski ekki nákvæmlega hvað þeir vilja, en
líka
þeir sem vilja hrista svolítið upp í
sjálfum sér og sínu gamalgróna húsnæði.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt