Vörumynd

Mannvist - sýnisbók ísl fornle

Íslenskar fornleifar eru yfirleitt ekki
rismiklar eða áberandi. Þær eru þvert á móti
lágstemmdar í einfaldleika sínum, falla oft vel
inn í landslagið og eru...

Íslenskar fornleifar eru yfirleitt ekki
rismiklar eða áberandi. Þær eru þvert á móti
lágstemmdar í einfaldleika sínum, falla oft vel
inn í landslagið og eru hluti af því. Sumar
mannvirkjaleifar eru þó mjög greinilegar og
sjást langt að, veggir úr torfi og grjóti enn
stæðilegir og undir þeim grænir og gróskumiklir
hólar, þrungnir áburði eftir aldalöng umsvif
fólks og skepnubeit. Aðrar fornleifar getur
verið vandasamt að koma auga á og þarf stundum
að hafa sig allan við, hvessa augun og halla
undir flatt, klifra upp á hól til að fá nýtt
sjónarhorn eða jafnvel bíða eftir að kvöldsólin
baði landið með geislum sínum og töfri fram
skugga og drætti úr fortíðinni ´

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt