Vörumynd

Hulstur utan um sál

Hulstur utan um sál útskýrir á einfaldan hátt
hvernig börnin verða til. Fjallað er um ástina
og hvernig lífið kviknar, ýmist eftir langa bið
eða þegar síst ...

Hulstur utan um sál útskýrir á einfaldan hátt
hvernig börnin verða til. Fjallað er um ástina
og hvernig lífið kviknar, ýmist eftir langa bið
eða þegar síst skyldi Í og stundum með hjálp
læknavísindanna.
Nafn bókarinnar vísar til þess
að í upphafi er kynnt til sögunnar sál sem
fylgist í ofvæni með því þegar sáðfruma skríður
inn í egg. Við frjóvgun eggsins hefst níu mánaða
ferðalag þar sem sálin tekur á sig mynd fósturs
og fæðist loks sem barn. Meðan frjóvgunin á sér
stað veltir sálin fyrir sér hvernig lífið
kviknar og útskýrir m.a. fyrir lesandanum hvers
vegna börn eiga ýmist eina mömmu og einn pabba,
bara mömmu eða bara pabba, tvær mömmur eða tvo
pabba, foreldra af sama kyni, foreldra af
mismunandi kynþáttum o.s.frv.
Bókin er hugsuð
fyrir lestrarsamveru barna og foreldra en á líka
erindi við alla sem hafa áhuga á fjölbreytileika
mannlífsins.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt