Vörumynd

Anneke Van Árstíðir-Verloren

Hljómsveitin Árstíðir gaf nýverið út
breiðskífuna ÊVerloren VerledenË í samstarfi við
hollensku söngkonuna Anneke Van Giersbergen.
Verloren Verleden, sem la...

Hljómsveitin Árstíðir gaf nýverið út
breiðskífuna ÊVerloren VerledenË í samstarfi við
hollensku söngkonuna Anneke Van Giersbergen.
Verloren Verleden, sem lauslega mætti þýða sem
ÊGlötuð fortíðË, inniheldur 10 lög sem segja má
að séu ólík öllu öðru sem Árstíðir hafa gefið út
til þessa. Um eins konar hliðarspor er að ræða í
ferli bæði Árstíða og Anneke, en flest lögin á
plötunni eru endurútsetningar hljómsveitarinnar
á gömlum þjóðlögum og klassískum verkum, sem eru
síðan túlkuð af undurfagri rödd Anneke Van
Giersbergen sem til þessa hefur verið best þekkt
sem rokksöngkona. Á plötunni má einnig finna
nýlegt frumsamið lag ÊÞér ég unniË og mun það
vera í fyrsta hljóðverslag Árstíða sem er
einungis sungið en án alls undirleiks.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt