Vörumynd

Krabbameinið hennar mömmu

Mömmu

Valgerður Hjartardóttir er hjúkrunarfræðingur,
djákni og fjölskyldu meðferðafræðingur og hefur
til margra ára starfað hjá Karitas, hjúkrunar -
ráðgjafarþjón...

Valgerður Hjartardóttir er hjúkrunarfræðingur,
djákni og fjölskyldu meðferðafræðingur og hefur
til margra ára starfað hjá Karitas, hjúkrunar -
ráðgjafarþjónustu. Krabbameinið hennar mömmu er
afrakstur meistararitgerðar í fjölskyldumeðferð
í Félagsráðgjafardeild við Félagsvísindasvið
Háskóla Íslands. Valgerður hlaut styrk úr
Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen 2011 og
viðurkenningu frá Ís-Forsa 2012 fyrir
framúrskarandi meistararitgerð. Krabbamein er
fjölbreyttur og víðtækur sjúkdómur sem herjar á
margar fjöldskyldur. Miklar framfarir hafa orðið
síðustu árin í krabbameinsmeðferðum og
batahorfum. Þrátt fyrir góðar batahorfur þá
hefur krabbameinsgreining áhrif á alla, bæði
sjúklinga og fjölskyldumeðlimi. Það getur reynst
foreldrum oft erfitt að ræða sjúkdómsgreiningu
við barn sitt og það sem framundan er.
Krabbameinið hennar mömmu er fræðsluefni, í
sögformi,fyrir börn þegar náinn
fjölskyldumeðlimur greinist með krabbamein.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt