Vörumynd

Undir bárujárnsboga

Síðari heimsstyrjöldin og fyrstu áratugirnir
eftir stríð voru viðburðaríkt tímabil í
Íslandssögunni. Samfélagið tók stórstígum
breytingum og þjóðin þurfti a...

Síðari heimsstyrjöldin og fyrstu áratugirnir
eftir stríð voru viðburðaríkt tímabil í
Íslandssögunni. Samfélagið tók stórstígum
breytingum og þjóðin þurfti að takast á við
nýjar aðstæður. Reykjavík fór ekki varhluta af
þessum umbrotum og þar fjölgaði fólki ört.
Skortur á skaplegu húsnæði neyddi þúsundir
Reykvíkinga til að sætta sig við
bráðabirgðahúsnæði af ýmsu tagi.
Hér er sagt
frá braggabyggðinni í Reykjavík allt frá því að
bygging bragganna hófst og fyrstu erlendu
hermennirnir fluttust í þá síðsumars 1940 þar
til meginþorri reykvískra braggabúa hafði
yfirgefið þá undir 1970. Braggarnir settu
sterkan svip á höfuðstaðinn og mannlífið þar.
Hér er fjallað um umfang braggabyggðarinnar í
tímans rás og hvernig henni var loks útrýmt. Þá
er hugað að íbúunum: Hverjir fluttust helst í
bragga og hvers vegna? Hvernig var að búa í
bragga og hvernig voru lífsskilyrði fólksins sem
þar bjó?

Verslanir

  • Penninn
    7.261 kr.
    6.535 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt