Vörumynd

Limrur fyrir land og þjóð

Limrur fyrir land og þjóð

Langlífi Hrólfur að Hlöðum bjó,
115 er loksins dó.
Í Gullna hliðinu
heilsað´ ´ann liðinu:
„Seint koma sumir, en koma þó!“

Hér er ort um fólk, fyrr og nú, í leik og starfi, Íslendinga jafnt sem aðra og hverri limru fylgir formáli við hæfi. Orðaleikir, rímþrautir, grín og galgopaháttur eru á sínum ...

Limrur fyrir land og þjóð

Langlífi Hrólfur að Hlöðum bjó,
115 er loksins dó.
Í Gullna hliðinu
heilsað´ ´ann liðinu:
„Seint koma sumir, en koma þó!“

Hér er ort um fólk, fyrr og nú, í leik og starfi, Íslendinga jafnt sem aðra og hverri limru fylgir formáli við hæfi. Orðaleikir, rímþrautir, grín og galgopaháttur eru á sínum stað í tæplega 100 limrum.
Persónurnar eru margar og litríkar eins og yrkisefnin. Ort er um kvennafar, skilanefndir, hneyksli, kynleiðréttingu, íþróttir, túrista og fjölmargt annað – t.d. stöðu landbúnaðarins:

Of lítið fjárbóndinn fær inn
fyrir ullina, hrygginn og lærin.
Markaðir myrkir,
minnkandi styrkir.
Vandinn er efalaust ærin(n)!

Limrur fyrir land og þjóð er skyldueign fyrir limruunnendur og aðra sem unna góðum kveðskap. Höfundurinn, Bragi V. Bergmann hefur starfað sem kennari, ritstjóri, almannatengill, prófarkalesari og knattspyrnudómari. Valdar limrur úr safni hans birtast nú öðru sinni á bók. Limrur fyrir landann kom út 2009 og naut mikillar hylli.

Verslaðu hér

  • Penninn
    Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt