Vörumynd

Maxímús Músíkús kætist í kór

Þegar berin fara að vaxa á trjánum saknar
Maxímús Músíkús heimahaganna. Mikið þætti honum
gaman að komast aftur upp í sveit í almennilegan
berjamó. Þegar Ma...

Þegar berin fara að vaxa á trjánum saknar
Maxímús Músíkús heimahaganna. Mikið þætti honum
gaman að komast aftur upp í sveit í almennilegan
berjamó. Þegar Maxi sér hóp af syngjandi börnum
í tónlistarhúsinu og heyrir að þau séu á leið út
úr bænum skellir hann sér með.

Maxímús Músíkús
kætist í kór er fjórða bókin um tónelsku músina
sem orðin er alþekkt meðal íslenskra barna. Hér
skellir Maxi sér í æfingabúðir fyrir kóra uppi í
sveit Í lendir í æsilegum eltingarleik við
köttinn á bænum og gerir gæfumuninn þegar
heimþrá sækir að litlum kórsöngvurum.

Bókinni
fylgir geisladiskur þar sem Valur Freyr
Einarsson les söguna. Barna- og unglingakór
Íslands flytur lögin sem við sögu koma ásamt
Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn
Bernharðar Wilkinsonar. Hallfríður Ólafsdóttir
og Þórarinn Már Baldursson eru bæði
hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands
og bækurnar þeirra um Maxímús Músíkús hafa komið
út víða um heim.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.290 kr.
  Skoða
 • Penninn
  2.299 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt