Vörumynd

Agnar Már-Svif

Frumsamin jazztónlist eftir Agnar Má Magnússon.
Svif var hljóðritað í Salnum í Kópavogi í júní
2016. Ásamt Agnari Má, sem leikur á píanó,
leika þeir Valdim...

Frumsamin jazztónlist eftir Agnar Má Magnússon.
Svif var hljóðritað í Salnum í Kópavogi í júní
2016. Ásamt Agnari Má, sem leikur á píanó,
leika þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á
kontrabassa og Scott McLemore á
trommur.
Kjartan Kjartansson sá um hljóðritun,
hljóðblöndun og hljómjöfnun á plötunni, en
hönnun umslags var í höndum Högna
Sigurþórssonar.
Agnar Már hefur allt frá árinu
2001 verið í fremstu röð íslenskra
jazztónlistarmanna en það ár sendi hann frá sér
diskinn 01. Meðal helstu hljóðritana hans á
síðustu árum eru Láð frá 2007, Kvika frá árinu
2009 og tvöfaldi hljómdiskurinn Hylur 2012, en
fyrir tónsmíðarnar á honum hlaut höfundurinn
Íslensku tónlistarverðlaunin. Á síðasta ári kom
út nótnaheftið Þræðir með 16 píanóverkum
tónskáldsins.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt