Vörumynd

Winston S. Churchill. Ævisaga

Winston Churchill var einn stórbrotnasti og
litríkasti stjórnmálamaður 20. aldar. Hann lifði
langa ævi og kom með einum eða öðrum hætti að
helstu atburðum v...

Winston Churchill var einn stórbrotnasti og
litríkasti stjórnmálamaður 20. aldar. Hann lifði
langa ævi og kom með einum eða öðrum hætti að
helstu atburðum veraldarsögunnar um sína daga.
Þekktastur er hann þó sem forsætisráðherra
Bretlands og einn fremsti leiðtogi Bandamanna á
árum seinni heimsstyrjaldar. Churchill var
einnig í hópi þekktustu rithöfunda í
enskumælandi löndum, afkastamikill höfundur
sagnfræðirita sem enn hafa mikið gildi. Árið
1953 hann Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
Jón Þ.
Þór (f. 1944) er í hópi þekktustu og
afkastamestu sagnfræðinga á Íslandi og prófessor
við Háskólann á akureyri. hann hefur lengi haft
mikinn áhuga á Churchill og í þessari bók segir
hann sögu hans í stuttu máli á lifandi og
skemmtilegan hátt. Ævisaga Winstons Churchills á
erindi við alla sem hafa áhuga á sögu og samtíð,
og sýnir auk þess sérstaklega vel hve miklu máli
hæfir leiðtogar skipta á örlagastundum.

Verslanir

  • Penninn
    4.460 kr.
    4.014 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt